Konudagsvísa Birt þann 23. febrúar 2020 af Gylfi Þorkelsson Nú, er gengur góa í garð með mjallarfarða og væran andar vindur, vekur dreyminn heiminn, þá auðar nist mér neista nýjan kveikir, hlýjan, bálar ást í brjósti, brosið hnúta losar.