H(r)aust stemmning

Sumartáta sárum trega

siglir bát í naust.

Farfakáta, klæðilega

kjóla mátar haust.

 

Haustin eru hefðbundin. Náttúran skiptir um föt og tjaldar því sem til er og mannlífið allt kemst í fastari skorður – fyrsta kóræfingin er í kvöld:

 

Sýnir haustið stílbrögð stór,

storð á vetur setur.

Brýnir raust í karlakór

hver sem betur getur.

 

Á dv.is mátti lesa þann 13. september að karlmannlegt útlit á borð við sterka kjálka, áberandi kinnbein, stælta upphandleggi og brjóstkassa, heilluðu gjarnan konur en slíkir karlar byðu ekki upp á besta sæðið:

 

Konur hrausta karlmenn þrá,

um kjálka svera og lungun.
Ef eymingja þær hátta hjá
hætta vex á þungun.

 

 

 

Af Bjarnagreiða og fleiru

Haustið lætur á sér kræla þetta árið með hefðbundnum hætti:

 

Kunnugt er nú komið haust,

kuldableytudrulla

og aftur byrjað, endalaust,

alþingi að bulla.

 

Elfa bróðurdóttir mín er alveg yndisleg. Hún benti fólki á að taka upp léttara hjal á Facebook og gaman væri líka að tala um það sem vel er heppnað. Ég tek hana á orðinu:

 

Ég nú verð að játa að

ég er nokkuð góður.

Rökin sem að sanna það

má sjá í dóttur bróður.

 

Núna er eitt barnið í þingliði Sjálfstæðisflokksins að berjast við að koma brennivíni í matvörubúðir:

 

Þegar bjór og brennivín

í búðum hér mun fást,

kaupstaðarangan óðar dvín,

á mér mun varla sjást.

 

Ekki var blekið þornað á fjármálafrumvarpsdrögum Bjarna og félaga þegar tilkynnt var um verðlækkun á krúseronum, en eins og menn vita er ekki étið mælt í þeim:

 

Í útrás vilja aftur skeiða,

efla ríkra hag.

Toyota býður Bjarnagreiða

bara strax í dag!

 

Fækkun háskólanema

Fækkun háskólanema er eitt helsta ræktunarmarkmið þjóðernissinna í ríkisstjórn Íslands, eins og fram kemur í fjölmiðlum. Markviss niðurskurður er augljós í öllu ræktunarstarfi – þar næst enginn árangur nema með miskunnarlausu úrvali. Skera þá lélegu og miðlungsgóðu en halda upp á bestu einstaklingana. Úrvalið byggir svo á ræktunarmarkmiðunum hverju sinni. Í hrossarækt, svo dæmi sé tekið, skiptir máli hvort markmiðið er að rækta vinnuhesta eða reiðhesta, vekringa eða brokkara, blesótta hesta eða skjótta, þegar valið er úr stofninum.

Hjá núverandi stjórnarflokkum á Íslandi er háleita markmiðið að halda við og helst að fjölga í kjósendahópnum. Leiðin að markmiðinu er að hleypa einungis sem fæstum og aðeins hinum gáfuðustu í háskólanám (það verður ekkert við þá ráðið hvort eð er). Stytting framhaldsskólanáms til stúdentsprófs er eitt skrefið á þeirri leið að fækka háskólanemum. Hálfvitarnir hafa ekkert þangað að gera! Þetta á auðvitað almennt við um menntakerfið. Því fleiri með takmarkaða menntun, því meiri líkur á stórum kjósendahópi stjórnarflokkanna eins og vísindarannsóknir hafa sýnt. Þannig er fækkun háskólanema leið að auknum gæðum fyrir þessa framsýnu flokka. Þetta má orða svona:

Háleita markmiðið hækkar
ef háskólanemunum fækkar.
Best að múgurinn gorti
af menntunarskorti,
þá stuðningshópurinn stækkar!

Svikið fæði

Þegar fyrstu tillögur að fjárlögum voru kynntar var haft á orði að ábyrgðarmennirnir hugsuðu aðeins um að „elda sínar steikur“. Það sem er í boði fyrir almenning úr eldhúsi stjórnarherranna væri best lýst svona:

Aumt er þeirra eldhúsmakk,
allt er fæðið svikið:
„Eðalsteikin“ úldið hakk,
óæt fyrir vikið.

 

Dagbók frá Krít

Dagur 11: 2. kafli – Síðasta sólbaðið (0:43)

Dagur 11: 1. kafli – Ég ætla ekkert að taka þátt í því… (1:22)

Dagur 10: 3. kafli – Anna María vissi ekkert af því… (1:20)

Dagur 10: 2. kafli – Skyldu einhverjir verða þar? (0:58)

Dagur 10: 1. kafli – Það verður eitthvað á eftir… (0:45)

Ferðarlok:

Dagur 9: 10. kafli – Tzitziki (1:21)

Dagur 9: 9. kafli – …hvernig umhorfs var meðan á hersetu Þjóðverja stóð… (3:30)

Dagur 9: 8. kafli – …og medium handa frúnni? (1:23)

Dagur 9: 7. kafli – …segja ekki orð allan tímann… (3:51)

Dagur 9: 6. kafli – Eins og korktappi (2:21)

Dagur 9: 5. kafli – Púðlukvikindi í bandi (0:25)

Dagur 9: 4. kafli – …þar hafi ekki verið tjaldað árum saman… (0:54)

Dagur 9: 3. kafli – …ekki sami fýlusvipurinn á honum… (2:01)

Dagur 9: 2. kafli – Í manndrápskleif í manndrápsveðri (1:26)

Dagur 9: 1. kafli – …meiningin að nýta daginn vel… (2:24)

Dagur 9 

Dagur 8: 5. kafli – Hangir slappur niður (1:29)

Dagur 8: 4. kafli – Erlend hundsgá (3:41)

Dagur 8: 3. kafli – …og kaupa kannski eitthvað drasl…(1:57)

Dagur 8: 2. kafli – 12 krónu afsláttur (1:39)

Dagur 8: 1. kafli – Allt í allra besta lagi (2:56)

Dagur 8:

Dagur 7: 7. kafli – Að ganga til viðar (3:43)

Dagur 7: 6. kafli – Engin ástæða til að hafa fordóma eftir þau kynni (4:04) 

Dagur 7: 5. kafli – Inngrónir heimalningar (4:50)

Dagur 7: 4. kafli – Gráskeggjaður og sköllóttur, eins og ég (4:55) 

Dagur 7: 3. kafli – Smá tilbreyting fyrir vesalings fólkið (2:29)

Dagur 7: 2. kafli – Danirnir ekkert svo ligeglad (4:06)

Dagur 7: 1. kafli – Frekar erfið nótt (1:46)

Dagur sjö. Nú sígur á seinni hlutann:

Dagur 6: 12. kafli – Hvað er betra en þrautaganga sem sigrast er á? (0:34)

Dagur 6: 11. kafli – Með höfuðin lotin niður í klofið (2:24)

Dagur 6: 10. kafli – Einn og einn rauður blettur (1:32)

Dagur 6: 9. kafli – Ekkert hægt að plata okkur með það (0:36)

Dagur 6: 8. kafli – Hundar og kettir (0:58)

Dagur 6: 7. kafli – Algengur þjóðflokkur (2:36)

Dagur 6: 6. kafli – Kannski kemst ég lifandi heim (0:37)

Dagur 6: 5. kafli – Hörmungargretta í uppgerðarbros (2:12)

Dagur 6: 4. kafli – Furðuleg ákvörðun (3:30)

Dagur 6: 3. kafli – Það mun vera nokkuð skemmtilegur bær (3:25)

Dagur 6: 2. kafli – Dagarnir hanga (0:24)

Dagur 6: 1. kafli – Tveir bekkir á óæðri stað (4:54)

Dagur sex:

Dagur 5: 2. kafli – Parkerað í afhýsum (2:35)

Dagur 5: 1. kafli – Það er allt heitt hérna, meira að segja kaffið (1:53)

Dagur 4: 2. kafli – Saga niður trén (4:00)

Dagur 4: 1. kafli – Eitthvað ógeðslega vont (2:53)

Nú taka við rólegri dagar:

Dagur 3: 21. kafli – Aðeins of mikið af öllu (1:35)

Dagur 3: 20. kafli – Íslenska sauðkindin (3:08)

Dagur 3: 19. kafli – Ekki fyrir hjartveika (0:37)

Dagur 3: 18. kafli – Liðamótavagn (1:20)

Dagur 3: 17. kafli – Amor sjálfur (0:52)

Dagur 3: 16. kafli – Þrefaldur Messi (0:35)

Dagur 3: 15. kafli – Svimandi upphæðir (1:36)

Dagur 3: 14. kafli – Þetta á að vera svona (3:14)

Dagur 3: 13. kafli – Þar sem klárinn er kvaldastur (1:16)

Dagur 3: 12. kafli – Hún er heldur ekkert blávatn (2:13)

Þriðji og síðasti skammtur

Dagur 3: 11. kafli – Bílstjóraergi (2:03)

Dagur 3: 10. kafli – G.Tyrfingsson (2:58)

Dagur 3: 9. kafli – Sýnikennsla í því að beygja í rétta átt (1:49)

Dagur 3: 8. kafli – Mætti ég biðja um eitthvað íslenskt? (2:15)

Dagur 3: 7. kafli – Best ég geri það bara núna (0:54)

Dagur 3: 6. kafli – Kelað og kysst (0:54)

Dagur 3 – annar skammtur

Dagur 3: 5. kafli – Skyldi Þorgeir eiga leið hjá? (0:58)

Dagur 3: 4. kafli – Innra byrði augnlokanna (0:59)

Dagur 3: 3. kafli – Af matvælaöryggi (5:00)

Dagur 3: 2. kafli – Úrunnar leifar grillveislu síðustu helgar (5:27)

Dagur 3: 1. kafli – Bæði eitt og tvö (0:53)

Dagur þrjú var nokkkuð viðburðaríkur og kemur í nokkrum skömmtum.

Dagur 2: 4. kafli – Fjallajarðir Biskupstungna (1:10)

Dagur 2: 3. kafli – Brekka nr. 2 (1:08)

Dagur 2: 2. kafli – Þetta er allt annað (1:30)

Dagur 2: 1. kafli – Kampavínið (1:44)

Dagur 1: 2. kafli – Vonbrigðin (5:43)  

Dagur 1: 1. kafli – Ferðalagið (3:35) 

Ég mundi loksins eftir því að taka með mér upptökutækið góða, þegar við fórum til Krítar um daginn. Það er þægilegt á ferðalögum að geta talað hugsanir sínar inn á tækið jafnóðum, í stað þess að berjast við að skrifa við misgóðar aðstæður, oftast vondar, eða að skrifa eftirá, á kvöldin, það sem borið hafði við og farið í gegnum hugann þann daginn. Slík skrif eru líka annars eðlis, þau eru ritskoðað úrval, bóklegs eðlis, jafnvel hreinn skáldskapur – ekki verri fyrir það, aðeins allt annars eðlis en þegar maður lætur móðan mása og hugsanir sínar flæða jafnóðum inn á tækið. Það reyndi ég að gera núna og ætla að birta hér smám saman að gamni mínu einhverjar af upptökunum. Þetta er auðvitað mest bölvað kjaftæði, sundurlausar vangaveltur, en kannski hafa einhverjir gaman af slíku? Hinir finna fljótt til leiðindanna og sleppa því að hlusta.

Heitir dagar

Kona mín varð sextug 14. ágúst sl. og samdægurs var tíu ára brúðkaupsafmælið okkar. Þó liðnir séu rúmir þrír áratugir frá því við „byrjuðum saman“, eins og það er kallað, erVLUU L100, M100  / Samsung L100, M100 hún samt alltaf þessi fallega kona á þrítugsaldri sem ég kynntist fyrir margt löngu og heillaðist af. 

Við héldum upp á tímamótin með því að bregða okkur til Krítar í 10 daga og til að gera nú eitthvað til hátíðarbrigða samdi ég handa henni þetta litla ljóð:

Heitir dagar

Glóðheitir dagar

á Krít.

 

Hrifnæm kona

kemur til mín

með heillandi bros

og hreint.

 

Vakinn en orðlaus

á hana lít,

 

þessi fallegu,

tindrandi augu

sem engu

fá leynt;

 

það eru glóðheitir dagar

á Krít.

 

Manngildi, þekking, atorka

Eftir að hafa lesið síðustu færslu hér á síðunni (Ljóð á vegg) urðu einhverjir forvitnir (reyndar bara tveir 😉 ) og spurðu um ljóð sem ég orti á fimmtugsafmæli Menntaskólans að Laugarvatni, hvort það væri aðgengilegt einhvers staðar á Netinu, sem það er ekki. Ég bæti bara úr því hér og nú:

Manngildi, þekking, atorka

Menntaskólinn að Laugarvatni fimmtugur

Tileinkað minningu Bjarna Bjarnasonar, skólastjóra.

 

Vorið hlær í vatnsins bláa fleti,

viðrar sig um nakið kjarr og grundir.

Um miðjan daginn blærinn leggst í leti,

lóan syngur, þrestir taka undir.

 

Hæst á fögru sviði, manngerð merki,

myndug tákn um heitar andans glóðir.

Þær hugsjónir sem voru hér að verki

varða mörgum leið á nýjar slóðir.

 

Alla tíð er þarft að skilja það

að þekking aðeins gilt er stefnumið

ef með í för er metnaður og natni.

 

Metum það sem hver fær áorkað.

Af vinarþeli mælt er manngildið

í Menntaskólanum að Laugarvatni.

 

 

Ljóð á vegg

Í dag var brautskráður frá Fjölbrautaskóla Suðurlands dágóður hópur af efnilegum ungmennum, af ýmsum brautum. Þetta er alltaf jafn gleðileg og hátíðleg athöfn, þarna taka á móti prófskírteinum sínum krakkar sem við kennarar höfum haft, mislengi auðvitað, undir handleiðslu okkar. Til hamingju með áfangann „klárar“ góðir.

En brautskráningardagurinn hafði einnig sérstaka þýðingu fyrir mig. Á áberandi VLUU L100, M100  / Samsung L100, M100stað framan við hátíðarsal skólans er nú búið að skrúfa upp á vegg plötu með áletruðu ljóði sem ég samdi í tilefni af þrjátíu ára afmæli hans þann 13. september 2011. 

Ég er óneitanlega töluvert stoltur af því að eiga nú uppihangandi ljóð í báðum „skólunum mínum“, Menntaskólanum að Laugarvatni þar sem ég lauk stúdentsprófi árið 1980 og Fjölbrautaskóla Suðurlands, þar sem ég hef kennt síðan haustið 1993.

Í ML hangir á virðingarstað ljóð sem ég orti á 50 ára afmæli skólans, sonnettan Manngildi, þekking, atorka, óður til þessarar menntastofnunar tileinkaður minningu afa míns, Bjarna Bjarnasonar skólastjóra á Laugarvatni, upphafs- og aðalbaráttumanni fyrir stofnun hennar á sinni tíð. Í FSu er Fjallganga, þrítugsafmæliskveðja, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Maggi Tryggva var svo vinsamlegur að taka fyrir mig. Ljóðið er svo:

Fjallganga

Fjölbrautaskóli Suðurlands 30 ára 13. september 2011

 

Hér yfir vakir Ingólfsfjall

með urðarskriður, hamrastall

og lyng og tæra lind.

Á efstu brúnum orðlaus finn,

að á ég hafið, jökulinn

og háan Heklutind.

 

Við hraunið sveigir Ölfusá

með iðuköstum, flóðavá

og góða laxagengd.

Þó brúin tákni mannsins mátt

þá mótar áin stórt og smátt,

vort líf í bráð og lengd.

 

Get Suðurfjórðung faðmað hér,

á flug með hröfnum kominn er,

ef tylli mér á tær,

um sögufrægar sýslur þrjár

með sanda, hveri, jökulár

og byggðarbólin kær.

 

Nú grípur augað glæsihöll,

við gula litinn þekkjum öll,

þar fjöldinn allur fær

að þroska bæði hug og hönd

og hnýta lífsins vinabönd,

þar héraðshjartað slær.