Saga úr sveitinni

Í afdalakoti bjó kall,
sem kúkaði‘ og hrækti í dall.
Japlandi roðið
og reykjandi moðið
reið hann svo fullur á fjall.

Og kellingin feiknmikið fall
sem forðaðist gesti og spjall.
Í myrkustu krókum
hún muldi úr brókum
í soðningu, saman við gall.

Syni var stillt upp á stall,
samt stundaði ónytjubrall.
Góða fylli í kvefi
fékk hann úr nefi
svo allur varð grár eins og gjall.

Dóttirin iðaði öll
úti um móa og völl.
Í dagbækur skráði
að skemmtun hún þráði,
skagfirska sveiflu og böll.

Árið 2014

Eftir hörmung hafta,

héraðsbresti mesta,

þulu af lygaþvælu,

þéttan reyk af prettum,

veldi tryggt útvaldra

á votri auðlind, brauði,

þreyttir minnimáttar

mola leita’ í holum.

 

Rósir Reykjavíkur

rasísk meðul brasa,

svo kreddufúsir kjósi

kristin teboðslista.

Keflum íhaldsöflin,

aftur finnum kraftinn.

Skipið þjóðar skríði

skár á nýju ári.

 

H(r)aust stemmning

Sumartáta sárum trega

siglir bát í naust.

Farfakáta, klæðilega

kjóla mátar haust.

 

Haustin eru hefðbundin. Náttúran skiptir um föt og tjaldar því sem til er og mannlífið allt kemst í fastari skorður – fyrsta kóræfingin er í kvöld:

 

Sýnir haustið stílbrögð stór,

storð á vetur setur.

Brýnir raust í karlakór

hver sem betur getur.

 

Á dv.is mátti lesa þann 13. september að karlmannlegt útlit á borð við sterka kjálka, áberandi kinnbein, stælta upphandleggi og brjóstkassa, heilluðu gjarnan konur en slíkir karlar byðu ekki upp á besta sæðið:

 

Konur hrausta karlmenn þrá,

um kjálka svera og lungun.
Ef eymingja þær hátta hjá
hætta vex á þungun.

 

 

 

Af Bjarnagreiða og fleiru

Haustið lætur á sér kræla þetta árið með hefðbundnum hætti:

 

Kunnugt er nú komið haust,

kuldableytudrulla

og aftur byrjað, endalaust,

alþingi að bulla.

 

Elfa bróðurdóttir mín er alveg yndisleg. Hún benti fólki á að taka upp léttara hjal á Facebook og gaman væri líka að tala um það sem vel er heppnað. Ég tek hana á orðinu:

 

Ég nú verð að játa að

ég er nokkuð góður.

Rökin sem að sanna það

má sjá í dóttur bróður.

 

Núna er eitt barnið í þingliði Sjálfstæðisflokksins að berjast við að koma brennivíni í matvörubúðir:

 

Þegar bjór og brennivín

í búðum hér mun fást,

kaupstaðarangan óðar dvín,

á mér mun varla sjást.

 

Ekki var blekið þornað á fjármálafrumvarpsdrögum Bjarna og félaga þegar tilkynnt var um verðlækkun á krúseronum, en eins og menn vita er ekki étið mælt í þeim:

 

Í útrás vilja aftur skeiða,

efla ríkra hag.

Toyota býður Bjarnagreiða

bara strax í dag!

 

Fækkun háskólanema

Fækkun háskólanema er eitt helsta ræktunarmarkmið þjóðernissinna í ríkisstjórn Íslands, eins og fram kemur í fjölmiðlum. Markviss niðurskurður er augljós í öllu ræktunarstarfi – þar næst enginn árangur nema með miskunnarlausu úrvali. Skera þá lélegu og miðlungsgóðu en halda upp á bestu einstaklingana. Úrvalið byggir svo á ræktunarmarkmiðunum hverju sinni. Í hrossarækt, svo dæmi sé tekið, skiptir máli hvort markmiðið er að rækta vinnuhesta eða reiðhesta, vekringa eða brokkara, blesótta hesta eða skjótta, þegar valið er úr stofninum.

Hjá núverandi stjórnarflokkum á Íslandi er háleita markmiðið að halda við og helst að fjölga í kjósendahópnum. Leiðin að markmiðinu er að hleypa einungis sem fæstum og aðeins hinum gáfuðustu í háskólanám (það verður ekkert við þá ráðið hvort eð er). Stytting framhaldsskólanáms til stúdentsprófs er eitt skrefið á þeirri leið að fækka háskólanemum. Hálfvitarnir hafa ekkert þangað að gera! Þetta á auðvitað almennt við um menntakerfið. Því fleiri með takmarkaða menntun, því meiri líkur á stórum kjósendahópi stjórnarflokkanna eins og vísindarannsóknir hafa sýnt. Þannig er fækkun háskólanema leið að auknum gæðum fyrir þessa framsýnu flokka. Þetta má orða svona:

Háleita markmiðið hækkar
ef háskólanemunum fækkar.
Best að múgurinn gorti
af menntunarskorti,
þá stuðningshópurinn stækkar!

Svikið fæði

Þegar fyrstu tillögur að fjárlögum voru kynntar var haft á orði að ábyrgðarmennirnir hugsuðu aðeins um að „elda sínar steikur“. Það sem er í boði fyrir almenning úr eldhúsi stjórnarherranna væri best lýst svona:

Aumt er þeirra eldhúsmakk,
allt er fæðið svikið:
„Eðalsteikin“ úldið hakk,
óæt fyrir vikið.

 

Dagbók frá Krít

Dagur 11: 2. kafli – Síðasta sólbaðið (0:43)

Dagur 11: 1. kafli – Ég ætla ekkert að taka þátt í því… (1:22)

Dagur 10: 3. kafli – Anna María vissi ekkert af því… (1:20)

Dagur 10: 2. kafli – Skyldu einhverjir verða þar? (0:58)

Dagur 10: 1. kafli – Það verður eitthvað á eftir… (0:45)

Ferðarlok:

Dagur 9: 10. kafli – Tzitziki (1:21)

Dagur 9: 9. kafli – …hvernig umhorfs var meðan á hersetu Þjóðverja stóð… (3:30)

Dagur 9: 8. kafli – …og medium handa frúnni? (1:23)

Dagur 9: 7. kafli – …segja ekki orð allan tímann… (3:51)

Dagur 9: 6. kafli – Eins og korktappi (2:21)

Dagur 9: 5. kafli – Púðlukvikindi í bandi (0:25)

Dagur 9: 4. kafli – …þar hafi ekki verið tjaldað árum saman… (0:54)

Dagur 9: 3. kafli – …ekki sami fýlusvipurinn á honum… (2:01)

Dagur 9: 2. kafli – Í manndrápskleif í manndrápsveðri (1:26)

Dagur 9: 1. kafli – …meiningin að nýta daginn vel… (2:24)

Dagur 9 

Dagur 8: 5. kafli – Hangir slappur niður (1:29)

Dagur 8: 4. kafli – Erlend hundsgá (3:41)

Dagur 8: 3. kafli – …og kaupa kannski eitthvað drasl…(1:57)

Dagur 8: 2. kafli – 12 krónu afsláttur (1:39)

Dagur 8: 1. kafli – Allt í allra besta lagi (2:56)

Dagur 8:

Dagur 7: 7. kafli – Að ganga til viðar (3:43)

Dagur 7: 6. kafli – Engin ástæða til að hafa fordóma eftir þau kynni (4:04) 

Dagur 7: 5. kafli – Inngrónir heimalningar (4:50)

Dagur 7: 4. kafli – Gráskeggjaður og sköllóttur, eins og ég (4:55) 

Dagur 7: 3. kafli – Smá tilbreyting fyrir vesalings fólkið (2:29)

Dagur 7: 2. kafli – Danirnir ekkert svo ligeglad (4:06)

Dagur 7: 1. kafli – Frekar erfið nótt (1:46)

Dagur sjö. Nú sígur á seinni hlutann:

Dagur 6: 12. kafli – Hvað er betra en þrautaganga sem sigrast er á? (0:34)

Dagur 6: 11. kafli – Með höfuðin lotin niður í klofið (2:24)

Dagur 6: 10. kafli – Einn og einn rauður blettur (1:32)

Dagur 6: 9. kafli – Ekkert hægt að plata okkur með það (0:36)

Dagur 6: 8. kafli – Hundar og kettir (0:58)

Dagur 6: 7. kafli – Algengur þjóðflokkur (2:36)

Dagur 6: 6. kafli – Kannski kemst ég lifandi heim (0:37)

Dagur 6: 5. kafli – Hörmungargretta í uppgerðarbros (2:12)

Dagur 6: 4. kafli – Furðuleg ákvörðun (3:30)

Dagur 6: 3. kafli – Það mun vera nokkuð skemmtilegur bær (3:25)

Dagur 6: 2. kafli – Dagarnir hanga (0:24)

Dagur 6: 1. kafli – Tveir bekkir á óæðri stað (4:54)

Dagur sex:

Dagur 5: 2. kafli – Parkerað í afhýsum (2:35)

Dagur 5: 1. kafli – Það er allt heitt hérna, meira að segja kaffið (1:53)

Dagur 4: 2. kafli – Saga niður trén (4:00)

Dagur 4: 1. kafli – Eitthvað ógeðslega vont (2:53)

Nú taka við rólegri dagar:

Dagur 3: 21. kafli – Aðeins of mikið af öllu (1:35)

Dagur 3: 20. kafli – Íslenska sauðkindin (3:08)

Dagur 3: 19. kafli – Ekki fyrir hjartveika (0:37)

Dagur 3: 18. kafli – Liðamótavagn (1:20)

Dagur 3: 17. kafli – Amor sjálfur (0:52)

Dagur 3: 16. kafli – Þrefaldur Messi (0:35)

Dagur 3: 15. kafli – Svimandi upphæðir (1:36)

Dagur 3: 14. kafli – Þetta á að vera svona (3:14)

Dagur 3: 13. kafli – Þar sem klárinn er kvaldastur (1:16)

Dagur 3: 12. kafli – Hún er heldur ekkert blávatn (2:13)

Þriðji og síðasti skammtur

Dagur 3: 11. kafli – Bílstjóraergi (2:03)

Dagur 3: 10. kafli – G.Tyrfingsson (2:58)

Dagur 3: 9. kafli – Sýnikennsla í því að beygja í rétta átt (1:49)

Dagur 3: 8. kafli – Mætti ég biðja um eitthvað íslenskt? (2:15)

Dagur 3: 7. kafli – Best ég geri það bara núna (0:54)

Dagur 3: 6. kafli – Kelað og kysst (0:54)

Dagur 3 – annar skammtur

Dagur 3: 5. kafli – Skyldi Þorgeir eiga leið hjá? (0:58)

Dagur 3: 4. kafli – Innra byrði augnlokanna (0:59)

Dagur 3: 3. kafli – Af matvælaöryggi (5:00)

Dagur 3: 2. kafli – Úrunnar leifar grillveislu síðustu helgar (5:27)

Dagur 3: 1. kafli – Bæði eitt og tvö (0:53)

Dagur þrjú var nokkkuð viðburðaríkur og kemur í nokkrum skömmtum.

Dagur 2: 4. kafli – Fjallajarðir Biskupstungna (1:10)

Dagur 2: 3. kafli – Brekka nr. 2 (1:08)

Dagur 2: 2. kafli – Þetta er allt annað (1:30)

Dagur 2: 1. kafli – Kampavínið (1:44)

Dagur 1: 2. kafli – Vonbrigðin (5:43)  

Dagur 1: 1. kafli – Ferðalagið (3:35) 

Ég mundi loksins eftir því að taka með mér upptökutækið góða, þegar við fórum til Krítar um daginn. Það er þægilegt á ferðalögum að geta talað hugsanir sínar inn á tækið jafnóðum, í stað þess að berjast við að skrifa við misgóðar aðstæður, oftast vondar, eða að skrifa eftirá, á kvöldin, það sem borið hafði við og farið í gegnum hugann þann daginn. Slík skrif eru líka annars eðlis, þau eru ritskoðað úrval, bóklegs eðlis, jafnvel hreinn skáldskapur – ekki verri fyrir það, aðeins allt annars eðlis en þegar maður lætur móðan mása og hugsanir sínar flæða jafnóðum inn á tækið. Það reyndi ég að gera núna og ætla að birta hér smám saman að gamni mínu einhverjar af upptökunum. Þetta er auðvitað mest bölvað kjaftæði, sundurlausar vangaveltur, en kannski hafa einhverjir gaman af slíku? Hinir finna fljótt til leiðindanna og sleppa því að hlusta.