Á ég að nenna að skrifa þennan pistil enn einu sinni? hugsaði ég í morgunsárið þegar ég drakk kaffið mitt, svældi í mig brauðrudda með osti og hlustaði á morgunútvarpið. Þar var búið að draga að hljóðnemanum á Rás 2 formann samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilu við Kennarasambandið. Í stað þess að sitja við samningaborðið og reyna að þoka málum í samkomulagsátt var formaðurinn sendur að hella olíu á eldinn með enn einni aðförinni sem dunið hefur á kennarastéttinni undanfarna daga og vikur, og opinbera um leið vanþekkingu yfirboðara sinna á kennarastarfinu, með rangfærslum og ósannindum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Menntamál
Um gagnslausa kennara og velferð ungs fólks
Ég þóttist vita af langri reynslu að ekki liði á löngu frá verkfallsboðun KÍ þar til einhver ofvitinn kæmi fram í fjölmiðlum með speki sína um kennara. Það má segja að gáfumannatalið hafi komið úr viðeigandi stað, beint upp úr strjúpanum á borgarstjóranum, næstæðstu fígúru Framsóknarflokksins og yfirmanns fjölmennustu sveitar kennara, við dynjandi lófaklapp og húrrahróp sveitarstjórnarfólks og starfsfólks sveitarfélaganna í landinu. Halda áfram að lesa
Skerðing lífeyrisréttinda: Eru undirskriftirnar pappírsins virði?
Einhverjar verstu hrakfarir kennarasambandsins í kjaramálum, alla vega á kennaratíð undirritaðs en sennilega fyrr og síðar, eru annars vegar samþykkt sk. vinnumats í framhaldsskólum 2014 og afsal ákv. lífeyrisréttinda með undirritun samnings þar um 2016. Það var þann 19. september 2016 sem forystumenn samtaka opinberra starfsmanna, BSRB, KÍ og BHM, annars vegar, og vinnuveitendur þeirra hins vegar, ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga, skrifuðu undir samkomulag „um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna“.
Undir skjalið rituðu f.h. ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, f.h. SÍS Halldór Halldórsson formaður og Karl Björnsson frkv.stj., f.h. opinberra starfsmanna Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Þórður Hjaltested, formaður KÍ.
Tilgangurinn með samkomulaginu var að „koma á samræmdu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn“, þ.e. að samræma lífeyrisréttindi á annars vegar almennum og hins vegar opinberum vinnumarkaði, en lengi höfðu lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verið þyrnir í augum annarra, t.d. samtaka atvinnurekenda, forystusveitar ASÍ og ýmissa starfsstétta á almennum vinnumarkaði. Halda áfram að lesa
Illa undirbúið, stórskaðlegt gönuhlaup
Elsa Eiríksdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, María Jónasdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir starfa á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og hafa „á undanförnum árum rannsakað áhrif styttingar námstíma til stúdentspróf á inntak og uppbyggingu bóknámsbrauta til stúdentsprófs, samspili styttingarinnar við aðrar stefnubreytingar og mögulegar afleiðingar þessara breytinga þegar kemur að undirbúningi nemenda fyrir nám á háskólastigi.“
Rannsóknir þeirra leiða í ljós að Halda áfram að lesa
Af rafrænu samfélagi, lýðræði og hindrunum
Lýðræði byggist á virkri þátttöku borgaranna í samfélaginu. Þátttaka í samfélagi grundvallast á læsi í víðasta skilningi þess orðs, málfrelsi, tjáningu, frjálsri fjölmiðlun, jöfnuði, almennum kosningarétti og mannréttindum. Tómt mál er að tala um virkt lýðræði ef hluti borgaranna er ólæs eða þegir, nýtir ekki málfrelsið til að tjá skoðanir sínar. Hvers kyns þöggun, hvort sem er gegn einstaklingum, hópum eða fjölmiðlum, misrétti eða takmörkun á kosningarétti er skerðing á lýðræði. Lýðræðisleg ákvörðun er upplýst samþykki meirihluta borgaranna. Halda áfram að lesa
Bjarni á Laugarvatni
„ótrauður baráttumaður fyrir hugsjónum sínum“
Gylfi Þorkelsson
(Skrifað sem lokaverkefni í námskeiðinu „Forystuhlutverk stjórnenda í opinberum rekstri“
við Háskóla Íslands, félagsvísindadeild – Opinber stjórnsýsla, MPA, vor 2010)
Inngangur
Um aldamótin 1900 fór bylgja framfarahugsjóna og bjartsýni um íslenskar byggðir. Sjálfstæðisbaráttan var í fullum gangi og ýmsar tækni- og atvinnuframfarir gáfu fyrirheit um betri tíð. Fólk sem var þá á hátindi ævi sinnar, eða ólst í blóma lífsins upp við þessar hugsjónir, er kallað einu nafni „aldamótakynslóðin“. Í þeim hópi var árið 1900 ellefu ára gamall strákur austan úr Landeyjum, Bjarni Bjarnason, síðar jafnan kenndur við Laugarvatn. Þrátt fyrir föðurmissi á unga aldri, flutninga og kröpp kjör í æsku, komst strákur til manns, sótti sér menntun og tók stóran þátt í baráttunni fyrir bættum hag íslenskrar alþýðu, ekki síst bændafólks, með því að tryggja því aðgang, fyrst að almennri grunnmenntun, en síðar framhaldsmenntun. Halda áfram að lesa
Menntun fanga ósáinn akur
Fréttablaðið 4. okt. 2018, bls. 14
Skólahald í fangelsum á Íslandi verður 40 ára í nóvember. Kennslustjóri í fangelsum vill af því tilefni hvetja til skýrari framtíðarsýnar um skólahaldið, og menntun sem besta mögulega betrunarúrræði fyrir fanga, eins og rannsóknir hafa undirstrikað og flestir eru sammála um.
Í haust eru 40 ár síðan formlegt skólahald hófst í fangelsum á Íslandi. Fyrsta haustið innrituðust 14 nemendur í iðnskóladeildina á Litlahrauni og tíu árum síðar voru þeir orðnir 20. Árin á eftir var nemendafjöldi svipaður, milli 20-30, en tók síðan kipp árið 2010 þegar námsráðgjafi var ráðinn til starfa. Síðan þá hafa að jafnaði um og yfir 60 nemendur innritað sig til náms. Námsárangur í fangelsum hefur eðli málsins samkvæmt verið upp og ofan. Til að koma til móts við nemendur er skólinn sveigjanlegri en almennt gerist og nemendur fá lengri tíma til að ljúka einstökum áföngum. Enn er margt sem má bæta í fangelsunum til þess að hvetja fanga og gefa þeim tækifæri til menntunar. Það er margtuggin staðreynd að menntun sé lykilþáttur í betrun. Halda áfram að lesa
Skóli í fangelsum 40 ára
Í haust eru 40 ár síðan formlegt skólahald hófst í fangelsum á Íslandi. Við stofnun Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1981 var kennsla í fangelsinu á Litlahrauni eitt af því sem fylgdi með Iðnskólanum á Selfossi inn í hina nýju stofnun. Allt frá 1970 höfðu fangar notið leiðsagnar velviljaðra á Eyrarbakka í föndri og trésmíði en þegar Helgi Gunnarsson tók við sem forstöðumaður vinnuhælisins árið 1973 fóru hjólin að snúast. Árið eftir fékk hann kennara við barnaskólann á staðnum til kennslu en hafði samt háleitari áform; að fangar gætu lokið iðnnámi, og hugsanlega öðru námi, meðan þeir afplánuðu dóma. Halda áfram að lesa
Slumpum bara í þá uppbótum …
Ég var að kíkja í nýgerðan kjarasamning FF og FS við Ríkið. Ekki er þar, fremur en vant er, að sjá kennimörk tiltölulega nýs menntamálaráðherra sem lýst hafði yfir bráðri nauðsyn þess að stórbæta kjör kennara. Bjóst svo sem varla neinn við því að nokkur innistæða væri fyrir þeim orðum. En staðfestist svart á hvítu í þessari samningsnefnu.
Að lesa og skrifa list er góð
Einn er sá grundvallarmisskilningur sem tröllríður samfélaginu frá æðstu stöðum í ráðuneytum, niður um allt sérfræðingaveldi ríkis og sveitarfélaga, þingmenn, sveitarstjórnir, skólakerfið, stéttarfélög, vinnuveitendasamtök og út í þjóðfélagið:
LESTRARÁTAK. Halda áfram að lesa