Áramótakveðja 2024

 

Við gnægtir alls er vært að vera til.

Var vöggugjöfin happakerti’ og -spil?

Þau sem fengu öruggt skjól og yl

af sér geta staðið hríðarbyl.

 

Í norðri loks á himni hækkar sól,

þar haldin eru gleði’ og friðarjól.

En þó er víða helstríð heims um ból,

herja fantar, með sín vígatól.

 

Þegar slær að þræsingur og él,

þankagangur lokast inni’ í skel,

þá er alltaf gott að gera vel,

gleðja aðra, sýna vinarþel.

 

Ef allir vildu þerra tregatár,

tætt og rifin græða innri sár,

lífsins ganga yrði ‘ferð til fjár’

og friðar nyti mannkyn hvert eitt ár.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *