Frá Sigurlaugu Jóelsdóttur eru margir afkomendur, enda eignaðist hún 14 börn. Í síðasta þætti var hennar kyn rakið til Jóhönnu Dagbjartar Jónsdóttur í Hnausakoti. Jóhanna eignaðist 9 börn og þegar hefur Jennýjar verið getið og barna hennar. Fimmta barnið var Bryndís Jóhannsdóttir, fædd 1949 á Hvammstanga. Hún býr í Mosfellsbæ, gift Braga Ragnarssyni, vélstjóra frá Hlíð í Súðavíkurhreppi. Sonur þeirra er hinn kunni kvikmyndaleikstjóri Ragnar Bragason, f. 1971. Synir Ragnars og Helgu Rósar Vilhjálmsdóttur eru Alvin Hugi og Bjartur Elí, fæddir 1999.
Jóel Bergþórsson – Sigurlaug – Jón Jónsson – Sveinn – Jón – Jóhanna Dagbjört – Bryndís Jóhannsdóttir – Ragnar Bragason – Alvin Hugi og Bjartur Elí.
Og ekki er allt búið enn. Sonur Jóns Sveinssonar, og bróðir Jóhönnu Dagbjartar, er Sigurlaugur Kristinn, fæddur 1925 á Skárastöðum. Kristinn og kona hans, Birna Helga I. Benediktsdóttir frá Barkarstöðum í Fremri-Torfustaðahreppi, eignuðust tvær dætur. Sú eldri dó samdægurs eftir fæðingu 1953 en hin er Hjördís Kristinsdóttir, f. 1960. Seinni maður Hjördísar er Haraldur Geir Hlöðversson, f. 1956 í Vestmannaeyjum, sonur Jóns Hlöðvers Johnson, Súlla á Saltabergi, og konu hans, Sigríðar Haraldsdóttur. Börn Hjördísar eru Kristinn Freyr Þórsson, f. 1984, Birna Þórsdóttir, f. 1986, og Sóley Haraldsdóttir, f. 1996. Sonur Haraldar Geirs og Þorbjargar, systur minnar, er Þorkell Héðinn, f. 1980.
Jóel Bergþórsson – Sigurlaug – Jón Jónsson – Sveinn – Jón – Sigurlaugur Kristinn – Hjördís – Kristinn Freyr Þórsson, Birna Þórsdóttir og Sóley Harlaldsdóttir.
Ellefta barn Sigurlaugar Jóelsdóttur var Unnur Jónsdóttir, f. 1843 á Illugastöðum. Maður Unnar var Guðmundur Guðmundsson frá Neðri-Fitjum. Þau bjuggu í Stóra-Hvarfi 1870, Skárastöðum 1880, Aðalbóli 1890 og á Reykjum í Hrútafirði um aldamótin 1900. Unnur eignaðist 12 börn á árunum frá 1864-1887. Elst var Kristín, gift Gunnari Kristóferssyni frá Tjarnarkoti. Þau voru bændur á Skeggjastöðum, og Valdarási, en þar lést Kristín árið 1915. Gunnar bjó eftir það að Ytri-Völlum, áður en hann gerðist kaupmaður á Hvammstanga.
Elsta dóttir Kristínar Guðmundsdóttur var Kristín Gunnarsdóttir, fædd 1890 á Skeggjastöðum í Miðfirði. Hún giftist Guðmundi Jóhannessyni frá Hörgshóli í Vesturhópi og þau bjuggu á Auðunnarstöðum í 32 ár. Börn þeirra voru 7 talsins, fædd á árunum 1914-1927. Hið þriðja í röðinni var sonurinn Sophus Auðunn, fæddur 1918 á Auðunnarstöðum, bókhaldari, gjaldkeri og skrifstofustjóri í Reykjavík, giftur Áslaugu Maríu Friðriksdóttur, kennara og skólastjóra í Reykjavík. Sonur þeirra er Friðrik Klemenz, fyrrv. alþingsimaður, ráðherra og forstjóri Landsvirkjunar. Friðrik á 6 börn með 4 konum. Elstur er Stefán Baldvin, kvæntur Þjóðhildi, dóttur Þórðar Arnar Sigurðssonar og séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Börn þeirra eru Þórður Örn , f. 1996, og Kristín Auður, f. 1999. Fjórða barn Friðriks er Gabríela Kristín, fædd 1971. Dóttir Gabríelu Kristínar er Daníela, f. 1989, Daníelsdóttir Ágústs Haraldssonar, tónlistarmanns, en faðir hans var Harald G. Harlalds, leikari.
Jóel Bergþórsson – Sigurlaug – Unnur Jónsdóttir – Kristín Guðmundsdóttir – Kristín Gunnarsdóttir – Sophus Auðunn Guðmundsson – Friðrik Klemenz.
Sjötta barn Kristínar Gunnarsdóttur var Gunnar Guðmundsson, fæddur 1923 á Auðunnarstöðum. Gunnar var rafvirki í Reykjavík, starfaði ötullega að félagsmálum iðnaðarmanna og kaupmannasamtakanna og var sæmdur ýmsum heiðursviðurkenningum vegna þeirra starfa, gullkrossi Landssambands iðnaðarmanna, gullmerki Kaupmannasamtaka Íslands og er heiðursfélagi í Félagi löggiltra rafvirkja. Hann kvæntist Hallfríði Guðmundsdóttir frá Reykjavík, en hún stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum. Börn Gunnars og Hallfríðar eru Guðmundur, f. 1945, Kristín, f. 1946 og Auðun Örn, f. 1949.
Guðmundur Gunnarsson á 5 börn með 3 konum. Þekktast af þeim er án efa dóttir hans og Hildar Rúnu Hauksdóttur, Björk, fædd 1965. Ekki þarf að rekja feril hennar hér sérstaklega, nema að geta þess að hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Sonur Bjarkar og Þórs Eldon er Sindri Eldon Þórsson, f. 1986.
Jóel Bergþórsson – Sigurlaug – Unnur Jónsdóttir – Kristín Guðmundsdóttir – Kristín Gunnarsdóttir – Gunnar Guðmundsson – Guðmundur – Björk – Sindri Eldon Þórsson.
Kristín, systir Guðmundar Gunnarssonar, var launafulltrúi hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti og er búsett á Hellu, gift Óla Má Aronssyni, vélfræðingi frá Reykjavík, fyrrverandi oddvita Rangárvallahrepps. Dóttir þeirra er María Una, f. 1972. Börn hennar og Mikaels Torfasonar, rithöfundar, eru Gabríel Darri, f. 1995, og Kristín Una, f. 1997.
Jóel Bergþórsson – Sigurlaug – Unnur Jónsdóttir – Kristín Guðmundsdóttir – Kristín Gunnarsdóttir – Gunnar Guðmundsson – Kristín – María Una Óladóttir – Gabríel Darri og Kristín Una Mikaelsbörn.