Nú er sá tími þegar ungviðið skilar sér í heiminn. Sauðburður víðast langt kominn og hryssur margar kastaðar. Þó hér sunnan heiða hafi ekki gert áhlaupaveður með stórhríð hafa ekki verið nein hlýindi og gróður í biðstöðu, úthagi víðast sinugrár, enda hörku næturfrost undanfarna viku eða svo og himinn kuldablár. Hætt er við því að „fegurð himinsins“ megi sín lítils í lífi nýfædds folalds gagnvart napurri norðangjólunni. En alltaf má leita huggunar í volgan sopann!
Himinn blár, en horfinn snjár,
hagans grár er feldur.
Nóttin ári nú er sár,
Norðan-Kári veldur.