Illa undirbúið, stórskaðlegt gönuhlaup

Elsa Eiríksdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, María Jónasdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir starfa á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og hafa „á undanförnum árum rannsakað áhrif styttingar námstíma til stúdentspróf á inntak og uppbyggingu bóknámsbrauta til stúdentsprófs, samspili styttingarinnar við aðrar stefnubreytingar og mögulegar afleiðingar þessara breytinga þegar kemur að undirbúningi nemenda fyrir nám á háskólastigi.“

Rannsóknir þeirra leiða í ljós að

  • jafnvægið í inntaki námsins hefur raskast, hvort farið sé á dýptina eða breiddina.
  • áður voru skilgreindar fimm ólíkar stúdentsprófsbrautir þar sem gætt var að jafnvægi á milli dýptar námsins og breiddar þess.
  • í dag hafa nemendur val um tæplega 160 ólíkar útfærslur stúdentsprófsbrauta.
  • framhaldsskólarnir hafa verið knúnir til að velja á milli þess að fækka einingum sem falla undir sérhæfingu brautar eða minnka frjálst val.
  • í sumum tilfellum hefur inntak náms á stúdentsprófsbrautum verið skert mikið, sérstaklega ef litið er til fjölda eininga í einstaka námsgreinum.
  • málabrautir heyra nánast sögunni til og í sumum skólum hefur orðið umtalsverður niðurskurður tungumála (annarra en ensku) og einstakra félagsgreina.
  • verulega mikill munur er á framboði framhaldsskóla í einingafjölda þegar horft er til þeirra námsgreina sem Háskóli Íslands leggur áherslu á í inntökuskilyrðum sínum.
  • nemendur á samskonar brautum í ólíkum framhaldsskólum hafa ekki sömu möguleika þegar kemur að vali á háskólanámi.

Þessar niðurstöður styðja þá margítrekuðu skoðun mína, og margra annarra, að „styttingin“ hafi verið illa undirbúið gönuhlaup, til stórskaða fyrir skóla- og menntakerfið, og fyrir menntun unga fólksins, ýtt undir misrétti og ófjöfnuð til náms og framtíðarstarfa.

Sjá:

Elsa Eiríksdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, María Jónasdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir. 2024. „Stytting náms­tíma til stúdents­prófs: Sjónar­horn mennta­rann­sókna“. visir.is, 3. október. (https://www.visir.is/g/20242629614d/stytting-namstima-til-studentsprofs-sjonarhorn-menntarannsokna)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *