Tölum um hesta
Benedikt Línda og Sigríður Ævarsdóttir
Nýhöfn, 2021
Tölum um hesta er ný bók eftir hjónin Benedikt Líndal og Sigríði Ævarsdóttur, sem kalla sig reyndar „bara“ Benna og Siggu í bókinni. Höfundarnir skiptast á að skrifa einstaka kafla, flesta stutta og hnitmiðaða. Þrátt fyrir þetta er bókin á engan hátt sundurlaus, heldur rennur hún vel og snuðrulaust fram, það er enda mikill samhljómur með þeim hjónum þegar kemur að viðhorfum til hestsins, tamninga og hestamennsku yfirleitt.
Það er einmitt innileg virðing og hlýja í garð þessarar undursamlegu skepnu sem einkennir skrifin. Hér eru ráðleggingar til hestamanna, nokkrar „sögur úr sveitinn“ af hrossum, stóðlífi, áföllum og gleðistundum. Benni segir frá áherslum sínum við tamningar og kennslu, ásamt reynslu- og dæmisögum, en Sigga er meira í heimspekilegum vangaveltum um innra eðli hestsins og samspili manns og hests. Segja má að kjarnann í umfjölluninni megi hnoða í eitt orð: samstarf. Að öll nálgun gangi út frá því að um samstarf manns og hests sé að ræða.
Í bókinni eru margar mjög fallegar myndir, sem Sigga hefur málað, og setja þær sterkan svip á ritið.
Þetta er skemmtileg bók, full af hlýju, virðingu og fallegum hugsunum.