Á ég að nenna að skrifa þennan pistil enn einu sinni? hugsaði ég í morgunsárið þegar ég drakk kaffið mitt, svældi í mig brauðrudda með osti og hlustaði á morgunútvarpið. Þar var búið að draga að hljóðnemanum á Rás 2 formann samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilu við Kennarasambandið. Í stað þess að sitja við samningaborðið og reyna að þoka málum í samkomulagsátt var formaðurinn sendur að hella olíu á eldinn með enn einni aðförinni sem dunið hefur á kennarastéttinni undanfarna daga og vikur, og opinbera um leið vanþekkingu yfirboðara sinna á kennarastarfinu, með rangfærslum og ósannindum. Halda áfram að lesa
Af lötum, oflaunuðum kennurum, sem alltaf eru veikir á fundum, í undirbúningi og í fríi
Svara