Af rafrænu samfélagi, lýðræði og hindrunum

Lýðræði byggist á virkri þátttöku borgaranna í samfélaginu. Þátttaka í samfélagi grundvallast á læsi í víðasta skilningi þess orðs, málfrelsi, tjáningu, frjálsri fjölmiðlun, jöfnuði, almennum kosningarétti og mannréttindum. Tómt mál er að tala um virkt lýðræði ef hluti borgaranna er ólæs eða þegir, nýtir ekki málfrelsið til að tjá skoðanir sínar. Hvers kyns þöggun, hvort sem er gegn einstaklingum, hópum eða fjölmiðlum, misrétti eða takmörkun á kosningarétti er skerðing á lýðræði. Lýðræðisleg ákvörðun er upplýst samþykki meirihluta borgaranna. Halda áfram að lesa