Á síðustu tveimur árum hafa 14 einstaklingar haft tæpar fjörutíuþúsund milljónir í samanlagðar tekjur en aðeins greitt 18,8 milljónir í útsvar til sveitarfélaga sinna, sem standa undir milljarða árlegum kostnaði við „innviði“; skólastarf, samgöngumannvirki, veitukerfi, félagsþjónustu o.s.frv. – fyrir m.a. þessa fjórtán. Efsta fólkið á hátekjulista ársins hafði þrettánþúsund milljónir í tekjur en greiddi þrjár og hálfa milljón í útsvar til heimabæjarins. Halda áfram að lesa
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2024
Bjarni á Laugarvatni
„ótrauður baráttumaður fyrir hugsjónum sínum“
Gylfi Þorkelsson
(Skrifað sem lokaverkefni í námskeiðinu „Forystuhlutverk stjórnenda í opinberum rekstri“
við Háskóla Íslands, félagsvísindadeild – Opinber stjórnsýsla, MPA, vor 2010)
Inngangur
Um aldamótin 1900 fór bylgja framfarahugsjóna og bjartsýni um íslenskar byggðir. Sjálfstæðisbaráttan var í fullum gangi og ýmsar tækni- og atvinnuframfarir gáfu fyrirheit um betri tíð. Fólk sem var þá á hátindi ævi sinnar, eða ólst í blóma lífsins upp við þessar hugsjónir, er kallað einu nafni „aldamótakynslóðin“. Í þeim hópi var árið 1900 ellefu ára gamall strákur austan úr Landeyjum, Bjarni Bjarnason, síðar jafnan kenndur við Laugarvatn. Þrátt fyrir föðurmissi á unga aldri, flutninga og kröpp kjör í æsku, komst strákur til manns, sótti sér menntun og tók stóran þátt í baráttunni fyrir bættum hag íslenskrar alþýðu, ekki síst bændafólks, með því að tryggja því aðgang, fyrst að almennri grunnmenntun, en síðar framhaldsmenntun. Halda áfram að lesa
Til Önnu Maríu – 14.08.2024
I
Orð
geta með engu móti
náð
utan um allt
II
Engin orð
fá lýst fegurðinni
þegar sólin
skríður upp
á himininn
og speglast
í vatninu heima
III
Engin orð
fá lýst fullkomnuninni
í tærri fjallalind
eða bliki
í djúpbláum
augum
IV
Engin orð
fá lýst
brumandi
blómknappi
eða brosi
blíðra vara
V
Engin orð
fá lýst
fjallasýn
undir heiðum himni
eða hlýjunni
í ástföngnu hjarta
VI
Það er gaman
og gott
að vera ungur
og ástfanginn,
leiðast á veg
vitandi
að veröldin
hefur býsnin öll
upp á að bjóða
sem bergja má
endalaust af
með opnum huga,
gjörvri hönd
og hlýju hjarta
VII
Þannig ert þú
í pottinn búin
og að þér safnast því
býsnin öll
af heimsins gæðum;
gleði
og góðum stundum
í minningamalinn
VIII
Það er gott
og gaman
að vera ástfanginn
og eldast saman,
sitja í innsta hring
og ástvinir
allt um kring
IX
„Sól rís,
sól sest“
Og þó enginn sé efi
hvort
-aðeins hvenær-
fegursta blómið
í beðinu
fölnar og deyr,
fagna ber því
-hverju sem framtíðin
finna kann upp á-
að ferðin hingað
var farsæl
og förunautunum
líklega best