„Sum skáld fylla margar ljóðabækur, og öldin gerir orð þeirra og hugmyndir að sínum; en svo getur alteins farið að fáar einar línur úr æviverki þeirra lifi þá, og í mörgu falli ekki ein. Ágætur bókmentafrömuður hefur komist svo að orði útaf Söknuði Jóhanns: „Jóhann er eins kvæðis maður og það er honum nóg, margur má una við minna.“ Ég held næstum að óhætt væri að taka meira af: flest skáld verða að láta sér nægja ekki einusinni það. Því þótt þeir hafi ritað þúsund kvæða á þolinmóðan pappírinn, hafa þeir ekki fundið í brjósti þjóðarinnar hið endíngargóða efni er geyma kunni um aldur letur þeirra. Fæst skáld ná því nokkru sinni að skrá letur kvæða sinna í þann stað einn þar sem kvæði eiga heima. Halda áfram að lesa
„Hvar?“
Svara