Í haust eru 40 ár síðan formlegt skólahald hófst í fangelsum á Íslandi. Við stofnun Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1981 var kennsla í fangelsinu á Litlahrauni eitt af því sem fylgdi með Iðnskólanum á Selfossi inn í hina nýju stofnun. Allt frá 1970 höfðu fangar notið leiðsagnar velviljaðra á Eyrarbakka í föndri og trésmíði en þegar Helgi Gunnarsson tók við sem forstöðumaður vinnuhælisins árið 1973 fóru hjólin að snúast. Árið eftir fékk hann kennara við barnaskólann á staðnum til kennslu en hafði samt háleitari áform; að fangar gætu lokið iðnnámi, og hugsanlega öðru námi, meðan þeir afplánuðu dóma. Halda áfram að lesa
Skóli í fangelsum 40 ára
Svara