Þó láti glatt, um greiðan veg í skjól,
þín gengin spor
er ferðalagið engum aðeins sól
og eilíft vor
en mörgum tamt að tefja lítið við,
að týna sér í fjöldans raddaklið.
Er unum sæl við stundarglys og glaum
við gleymum því
að ljósi, sem þarf að eins lágan straum,
ei lifir í;
því heimsins gæðum gjarnan rangt er skipt
svo gleði, von og lífi fólk er svipt.
Ég finn í hjarta sorg og sinnuskort,
já, sáran sting,
þó gæfan hafi margan óðinn ort
mig allt um kring.
Er borin von að trúin flytji fjöll,
að flærð sé eytt, í kærleik lifum öll?
(Lag: Lýs, milda ljós: Charles Henry Purday / Matthías Jochumsson)