Hrútur eða graðhestur?

Eiríkur Jónsson bað nokkra menn að svara því í bundnu máli hvort þeir vildu heldur vera hrútur eða graðhestur, ef þeir endurfæddust. Svo birti hann herlegheitin á síðunni Hestar og reiðmenn. Mitt svar var svona:

Játa það að glaður geng

með graðhestinn í maganum

og blómarós með reynslu fleng-

ríði mér í haganum.

 

Kjartan í Haga botnaður

Kjartan bóndi í Haga laumar að mér fyrripörtum þegar við bræður og frændur komum þar í hrossaragi. Ég skulda honum nú tvo botna og set þessa upp í skuldina:

Kjartan:

Heldur var ég höggvagjarn,

hníflum títt að ota,

Ég:

sálin köld og hrjúf sem hjarn,

hæf til engra nota.

 

Kjartan:

Bjarni hestum einkum ann,

á honum sést þó skína

Ég:

að hann meira meta kann

Möggu, konu sína.