Hófaspil

Ef andinn dofnar, angrar flest,

þá alltaf hefur reynst mér best

að taka beisli, hnakk og hest

og hundsa daglegt streðið.

 

Því hófar spila ljúflingslag,

þeir léttan flytja gamanbrag:

„Já, hleyptu garpur, góðan dag!

Við getum ekki beðið!“

 

Þá fram á veginn fáknum sný,

svo flýg á skeiði, sæll á ný,

og faxið bylgjast fangið í.

Nú funar aftur geðið!

 

Í hlaðið ríð á rösku feti

svo róað jó og hugann geti.