Jólakveðja 2018

Ósköp vesæl vaknar sól,

varla lyftir brúnum.

Niðurlút, og nyrst við pól

norpar, mörkuð rúnum.

Og dagur eitthvað dundar sér,

en dregur stöðugt ýsur.

Í svefnrofum á fleti fer

með fornar rökkurvísur.

Þá birtan heims á hjara dvín

er huggun landsins börnum

að máninn hátt á himni skín

með höfuðkrans úr stjörnum.

Þar geislar bregða létt á leik,

því ljóst að ei er köfnuð

trúin, þó að von sé veik,

á visku, frið og jöfnuð.

Mín ósk er sú, það eitt er víst,

enn þó bregðist skjólin,

að fái kærleikslogi lýst,

og ljómi heims um bólin.

 

Nýja íslenska stjórnarskráin

Ágætu Selfyssingar og nærsveitamenn!

Jólagjöfin í ár er bókin „Nýja íslenska stjórnarskráin“.

Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, ritar formálsorð þessarar fallegu bókar, sem hefur að geyma nýju stjórnarskrána ásamt ítarlegum sögulegum inngangi eftir Þorvald Gylfason.

Hægt er að nálgast bókina hjá undirrituðum á einfaldan hátt, og á mjög hagstæðu verði, aðeins 1.200 kr.

Svona skal fara að:

  1. Greiða inn á reikning Stjórnarskrárfélagins (Upphæð = fjöldi eintaka x 1.200 kr.). Skýring: “stjórnarskrá” (kt. 5908102230) (reikningsnúmer: 0513-14-403456)
  2. Senda kvittun í greiðsluferlinu á netfangið mitt: gylfithorkelsson@gmail.com
  3. Hringja í mig í síma 895-8400 og við komum okkur saman um hvenær og hvar ég afhendi pöntunina.

Kveðja,

Gylfi Þorkelsson