Af miðbæjarmálum Selfyssinga

Jóhann Páll Helgason skrifaði ágætan pistil á Fjasbókarsíðuna „Miðbærinn á Selfossi“. Takk fyrir þinn góða pistil, Jóhann. Pistill Jóhanns Páls sómir sér vel meðal ýmissa annarra málefnalegra skrifa um efnið. Mest hefur nefnilega verið með því móti, nauðsynlegar spurningar, vangaveltur og skoðanir hafa verið settar fram á báðar hliðar. Gagnrýni og krefjandi spurningar eru nauðsynlegar og velta þarf við hverjum steini varðandi þetta risastóra verkefni.

Halda áfram að lesa

Hrossanöfn í mótsskrá LM 2018

Sitjandi í brekkunni við kynbótavöllinn á Landsmóti hestamanna í Reykjavík 2018, blaðandi í mótsskránni og hlustandi á þulina þylja upp nöfn hrossanna sem fyrir augu bar, feðra þeirra, mæðra og stundum móðurforeldranna líka, kom stundum fyrir að mér væri sem strokið andhæris um málvitundina. Þessi tilfinning varðaði stafsetningu, beygingar og nafnaval. Ég ákvað því að skoða nánar nafngiftir hrossanna í mótsskránni og velta fyrir mér „frávikum“ m.v. eigin máltilfinningu. Ekki eru þessar vangaveltur á neinn hátt vísindalegar, til þess skortir mig dýpri málfræðiþekkingu og væri gaman ef vísindamenn á því sviði leiðréttu það sem missagt kann að vera.

Halda áfram að lesa