Ættfræði: Móðurættin í stuttu máli

Bjarni á Sjöundá átti Gísla sem átti Guðnýju sem átti Sigurð með Stefáni. Sigurður Stefánsson átti Elínbjörgu með Sigríði, dóttur Jóns og Guðrúnar Pálsdóttur Jónssonar, hvern Pálsætt á Ströndum er við kennd. Elínbjörg átti Ragnheiði Ester með Guðmundi Kristmundssyni Meldal, en Ragnheiður Ester er móðir mín.

Halda áfram að lesa

Ættfræði: Um Jóelsætt, 9. þáttur

Guðmundur Kristmundsson, afi minn, var fæddur í Ásbjarnarnesi 23. mars árið 1890. Hann var getinn utan hjónabands, „framhjátökubarn“. Kristmundur, faðir hans, var þá kvæntur Helgu Ingibjörgu, fyrri konu sinni, og hún fæddi honum dóttur, Sigurlaugu Margréti, 27. september sama ár, og son, Guðmund, 16 mánuðum seinna, 15. janúar 1892.

Halda áfram að lesa