Ættfræði: Um Jóelsætt, 7. þáttur.

Frá Sigurlaugu Jóelsdóttur eru margir afkomendur, enda eignaðist hún 14 börn. Í síðasta þætti var hennar kyn rakið til Jóhönnu Dagbjartar Jónsdóttur í Hnausakoti. Jóhanna eignaðist 9 börn og þegar hefur Jennýjar verið getið og barna hennar. Fimmta barnið var Bryndís Jóhannsdóttir, fædd 1949 á Hvammstanga. Hún býr í Mosfellsbæ, gift Braga Ragnarssyni, vélstjóra frá Hlíð í Súðavíkurhreppi. Sonur þeirra er hinn kunni kvikmyndaleikstjóri Ragnar Bragason, f. 1971. Synir Ragnars og Helgu Rósar Vilhjálmsdóttur eru Alvin Hugi og Bjartur Elí, fæddir 1999.

Halda áfram að lesa