Ekki er hægt að endursegja hér alla Jóelsætt, enda stendur það ekki til. Hins vegar ætla ég nú að draga fram nokkra fleiri ættingja mína, vini og kunningja hér í nágrenninu í Árnessýslu.
Ættfræði: Um Jóelsætt, 6. þáttur
Svara
Ekki er hægt að endursegja hér alla Jóelsætt, enda stendur það ekki til. Hins vegar ætla ég nú að draga fram nokkra fleiri ættingja mína, vini og kunningja hér í nágrenninu í Árnessýslu.
Fimmta barn Jóels Bergþórssonar var Auðbjörg, fædd 1801 í Efri-Lækjardal. Hún giftist Guðmundi Ketilssyni árið 1828. Árið áður, 1827, eignuðust þau sitt fyrsta barn, Ögn. Sá böggull fylgdi skammrifi að þá var Guðmundur ekki löglega skilinn við fyrri konu sína og var Ögn því í fyrstu kennd Árna Jónssyni, mági Guðmundar, giftum Ketilríði systur hans.