Yngsta dóttir Guðrúnar Kristmundsdóttur var Unnur Sigrún, f. 1922 á Smyrlabergi í Ásum. Unnur ólst upp hjá frænda sínum, Guðmundi Kristmundssyni Meldal, afa mínum, og konu hans, Róselíu Guðrúnu Sigurðardóttur (Pálsætt á Ströndum), frá tveggja ára aldri. Þau bjuggu á Höllustöðum og Þröm í Blöndudal, síðan í Litla-Dal í Svínavatnshreppi og loks Auðkúlu.
Ættfræði: Um Jóelsætt, 4. þáttur
Svara