Ættfræði: Um Jóelsætt, 3. þáttur

Jóel Bergþórsson – Jóel Jóelsson – Bergþór Jóelsson – Hólmfríður Bergþórsdóttir – Kristmundur Guðmundsson, langafi minn.

Kristmundur var 20 barna faðir, fæddur 14. ágúst 1854 á Syðri-Þverá í Þverárhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu en dó 21. ágúst 1930, nýorðinn 76 ára, í Melrakkadal, þar sem hann bjó lengst af. Í Jóelsætt segir (bls. 147) að hann hafi alist „upp hjá afa sínum, Bergþóri Jóelssyni“ og svo er tekið fram að  hann hafi verið „einn af þeim sem hlóðu veggi Alþingishússins 1880“.

Halda áfram að lesa