Bergþór Jóelsson, langa-, langa-, langafi minn var fæddur 3. febrúar árið 1800 í Efri-Lækjardal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann ólst upp heima hjá foreldrum sínum, a.m.k. til 16 ára aldurs. Hann kvæntist Guðbjörgu Árnadóttur árið 1835, en hún var dóttir Árna bónda í Helguhvammi og Þórunnar Þorvaldsdóttur, bónda í Krossanesi. Bróðir Guðbjargar var Jón bóndi á Illugastöðum á Vatnsnesi, og þar hófu þau Bergþór búskap sinn. Seinna bjuggu þau á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi og 1845-1860 á Syðri-Þverá. Eftir að Guðbjörg dó 1865 fór Bergþór aftur að Illugastöðum. Hann lést 1888.
Ættfræði: Um Jóelsætt, 2. þáttur
Svara