Ættfræði: Um Jóelsætt, 1. þáttur

Það sem einna skemmtilegast er að ræða við elskulega móður mína, þessi síðustu misserin, er ættfræði – og „gamlir tímar“. Þar er hún enn oftast á heimavelli, þó einstaka leikur fari fram á útivelli. Ég dró því fram 1. bindi Jóelsættar, gruflaði nokkuð í því og tók síðan bókina með mér í heimsókn fyrr í dag. Við mæðginin sátum svo drjúga stund, meðan regnið buldi á glerinu, og reyndum að glöggva okkur á fólki – okkar fólki.

Halda áfram að lesa