Háæruverðug fyrsta persóna

„Á almennum vinnumarkaði er hægt að segja þér upp samdægurs án ástæðna. Við erum í raun að færa reksturinn nær almennum vinnumarkaði“, segir formaður fjárlaganefndar Alþingis Íslendinga í fjölmiðlum.

Það er sem sagt eðlilegt ástand og eftirsóknarvert að hægt sé að reka fólk samdægurs og án ástæðna úr vinnunni, í augum eins valdamesta þingmanns Framsóknarflokksins.

„Við erum í raun að…“. Alls ekki að eitthvað sé til umræðu eða að lögð verði fram tillaga á þingi. VIÐ ERUM AÐ. Allt æði er hér í fyrstu persónu og engum öðrum kemur það neitt við.

Þarna er rétt lýst mannfyrirlitningunni, hrokanum og yfirlætinu sem eru aðaleinkenni orða og æðis viðkomandi, og fleiri úr forystusveit ríkisstjórnarinnar.

Nú ætlar háæruverðug fyrsta persóna, í fleirtölu með skoðanabróður sínum í Sjálfstæðisflokknum, að innleiða þennan vinnumarkaðsfasisma í opinbera kerfið, undir kjörorðunum „að liðka fyrir starfslokum“.

Einhvern tímann hefði maður ekki trúað þessu upp á Framsóknarflokkinn.

 

… litast þessi tilvik nú rauð þegar vinnumat í dálkum Q og V fer upp fyrir starfshlutfall í dálki E

Eftir að verkfalli framhaldsskólakennara lauk fyrir bráðum einu og hálfu ári tók við smíð á fyrirbæri sem kallast „nýtt vinnumat“ – og var hluti af þeim kjarasamningi sem samþykktur var í apríl 2014. Kennararnir áttu svo að kjósa sérstaklega um þennan hluta kjarasamningsins í febrúar 2015. Þeir gerðu það – og kolfelldu bastarðinn. Hófst þá vinna við að „sníða af vinnumatinu gallana“ eins og það var látið heita. Halda áfram að lesa