Nú hefur heyrst að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, vilji sameina þrjá skóla á Norðurlandi, Menntaskólann á Akureyri, Menntaskólann á Tröllaskaga og Framhaldsskólann á Húsavík. Þá hefur kvisast út að hann hyggist sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Halda áfram að lesa
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: maí 2015
Mæðradagsvísan
Lífs á himni skærast skín
skips míns leiðarstjarna.
Elsku, besta mamma mín
merlar alltaf þarna.
Framkvæmd sópunar
Um daginn barst inn um póstlúguna hjá mér fréttabréf frá Sveitarfélaginu Árborg þar sem fram kom að sveitarfélagið hefði samið við ákveðið fyrirtæki um „framkvæmd sópunar“ gatna. Framkvæmdinni var síðan lýst nánar, sem er aukaatriði hér, en þó má geta þess að ekkert var minnst á framkvæmd útboðs vegna framkvæmdarinnar.
Framkvæmd sópunar er mikið þjóðþrifaverk, eins og alþjóð veit, en vandasamt. Oft vakna ég t.d. upp, horfandi niður á hendur mér í óvissu, með kústinn í einari en ryksugubarkann í hinari. Mér er ómögulegt að framkvæma ákvarðanatöku um það hvort ég eigi að ráðast í framkvæmd sópunar eða ryksugunar, þó ljóst sé að löngu tímabært sé að ráðast í slíkar framkvæmdir.
Við þessar aðstæður framkvæmir kona mín jafnan á mér niðurskurð úr snörunni, fljótt og vel, og ég framkvæmi þá vilja hennar.