Í gær var haldinn almennur félagsfundur í Félagi framhaldsskólakennara. Fundurinn var haldinn að kröfu um 200 félagsmanna sem undirrituðu skjal þess efnis en skv. lögum FF (11. grein) skal halda slíkan fund tafarlaust ef 10% félagsmanna biðja skriflega um það. Fundurinn var haldinn á sal MH og sendur út á Netinu fyrir þá sem ekki áttu heimangengt. Halda áfram að lesa
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2015
Dagskrárliðurinn: „Formannskosning“!
Það var beinlínis lygilegt að fylgjast með viðbrögðunum við framboði Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn var um nýliðna helgi. Valdaklíka innan flokksins missti allt niðrum sig við það að sitjandi formaður fékk mótframboð þannig að dagskrárliðurinn „formannskosning“ á landsfundinum varð lýðræðisleg kosning en ekki einbert uppklapp.
Sigríður Ingibjörg þurfti að sitja undir skítkasti alla helgina fyrir þá óskammfeilni að bjóða sig fram á eigin forsendum en ekki á forsendum hofmóðugra flokkseigenda. Það er aumur stjórnmálaflokkur sem ekki getur kosið í helstu embætti án þess að allt fari á annan endann. Kannski ættu þeir sem framboð Sigríðar vakti af dvalanum að horfa í eigin barm í leit að skýringum á fylgishruni flokksins? Í ljósi almennrar þróunar fylgis stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum undanfarið er morgunljóst að „gamla settið“, jafnt í Samfylkingunni og öðrum flokkum, þekkir ekki sinn vitjunartíma.
Sigríður Ingibjörg bendir á það í yfirlýsingu í morgun að áhrifa framboðs hennar „gætti þegar daginn eftir, þegar nýtt fólk hafi verið valið til ábyrgðarstarfa innan flokksins, margt af því ungt hugsjónafólk með skýrar áherslur og með samþykktum landsfundar á róttækum ályktunum um lífskjör, umhverfisvernd, mannréttindi og frjálslyndi“.
„Landsfundur Samfylkingarinnar varð allt í senn, snarpur, kröftugur og róttækur. Sú heift sem birst hefur vegna framboðs míns er í algjörri andstöðu við þann kraft sem kom fram á landsfundi. Ég kýs að túlka það sem svo að ásakanir áhrifafólks í Samfylkingunni vegna lýðræðislegs framboðs míns hafi verið settar fram í hita leiksins“ , segir Sigríður jafnframt.
Hvað sem segja má um kraft og róttækni ályktana landsfundar Samfylkingarinnar, er ljóst að fólk sem ekki þolir framboð og kosningar til embætta sem „kjósa“ á í, það ætti að finna sér einhvern annan vettvang en stjórnmál til að vasast í. Um það vitnar skýrast staða stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum.