H(r)aust stemmning

Sumartáta sárum trega

siglir bát í naust.

Farfakáta, klæðilega

kjóla mátar haust.

 

Haustin eru hefðbundin. Náttúran skiptir um föt og tjaldar því sem til er og mannlífið allt kemst í fastari skorður – fyrsta kóræfingin er í kvöld:

 

Sýnir haustið stílbrögð stór,

storð á vetur setur.

Brýnir raust í karlakór

hver sem betur getur.

 

Á dv.is mátti lesa þann 13. september að karlmannlegt útlit á borð við sterka kjálka, áberandi kinnbein, stælta upphandleggi og brjóstkassa, heilluðu gjarnan konur en slíkir karlar byðu ekki upp á besta sæðið:

 

Konur hrausta karlmenn þrá,

um kjálka svera og lungun.
Ef eymingja þær hátta hjá
hætta vex á þungun.